Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á ljósmyndun og vilja taka betri og vandaðri myndir.
Námskeiðið er haldið í Blómvangi, Reykjamel 13, Mosfellsbæ. Námsskeiðið tekur tvo daga og er í 8.klst.
Á námsskeiðinu er fjallað um myndbyggingu, skapandi hugsun, ljós og skugga. Birtu, bæði náttúrulega og tilbúna birtu og hvernig þessi ljós vinna saman. Muninn á portrett- og landslags myndum. Rýnt verður í muninn á góðum ljósmyndum og lélegum. Hvað ber að varast og hvaða skal einblína á þegar teknar eru ljósmyndir og að lokum munum við velta fyrir okkur hvað það er sem gerir góða ljósmynd enn betri.
Ávinningur þinn er að taka betri ljósmyndir, virkja sköpunina, þróa hugmyndir á myndrænan hátt, rýna í ljósmyndir á gagnlegan hátt og að njóta þess að taka ljósmyndir.
Námskeiðið verður bæði á fyrirlestraformi og með verklegum æfingum.
Koma með: Myndavél eða síma með myndavél og koma klædd eftir veðri.
Fimm dögum áður en námskeiðið hefst sendir þú þrjár ljósmyndir, sem þú hefur tekið, á leiðbeinanda námskeiðs, Díönu Júlíusdóttur á netfangið dianajul17@gmail.com Hún mun rýna í ljósmyndirnar með þér.
Leiðbeinandi: Díana Júlíusdóttir ljósmyndari, hún stundar núna Master nám í Menningu, listum og frumkvöðlun í listum með áherslu á ljósmyndun við Novia Háskólan í Finnlandi en áður útskrifaðist Díana frá Ljósmyndaskólanum, hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi og erlendis og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Árið 2018 gaf hún út ljósmyndabókina Hnúkurinn ásamt Sigmundi Erni árið 2018.
Díana er meðlimur í FÍSL Félag íslenskra samtímaljósmyndara og í SÍM Samband íslenskra Myndlistarmanna.
Nánari upplýsingar um leiðbeinanda má sjá hér: https://www.dianajuliusdottir.com
Verð: 45.000kr
Skráning: Þú sendir skeyti á netfangið dianajul17@gmail.com og segir frá því sem þig langar helst að læra í tengslum við ljósmyndum.
Gildi ljósmyndunar er að varðveita minningar, eitthvað fest á filmu varðveitist en ef það er engin ljósmynd þá gleymist viðfangsefnið og glatast (Róbert Adams).
I would love to work together, tell me a little about your project and I'll get back to you soon.